Færsluflokkur: Menning og listir
21.10.2008 | 06:42
Samstarf við Bandaríkin á sviði heilbrigðismála?
Þessi frétt í Morgunblaðinu í dag, 20. október, er algjörlega tilgangslaus, þ.e. hún svarar ekki spurningunni um aðalefni málsins sem er, hvað felst í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna á sviði heilbrigðismála? Ef Íslendingar eru að sækjast eftir samstarfi við Bandaríkin til þess að sækja sér fyrirmynda við endurbætur á ríkjandi kerfi hér á landi, þá lýsi ég algjöru frati á slíkt samstarf. Rök gegn slíku samstarfi fylgja hér á eftir.
Ef á hinn bóginn Bandaríkjamenn eru að leita eftir samstarfi við Íslendinga til þess að sækja sér fyrirmyndir vegna þarfar á endurbótum á bandaríska kerfinu, hafandi í huga að það íslenska er með því besta sem gerist, þá erum við í góðum málum og ættum að veita Bandaríkjunum allar þær upplýsingar og aðstoð sem þeir þurfa og komið gætu að gagni.
Það vill svo til að nýlega eða 18. október s.l., byrtist í ristjórnargrein í The New York Times umræða um barnadauða í Bandaríkjunum. Samkvæmt nýjustu tölum sem eru frá árinu 2006, hafa þeir hrapað niður í 29. sæti, en þeir skipuðu 12. sæti árið 1960. Ef barnadauði gefur bendingu um gæði heilsuþjónustu má draga þá ályktun, að heilsugæsla í Bandaríkjunum hafi versnað á umræddu tímabili. Á sama tíma hafa norðurlandaþjóðirnar ásamt Íslandi skipað efstu sætin á lista yfir hlutfallslegan barnadauða í iðnvæddum ríkjum heims. Efst á lista eru lönd með minnstan barnadauða. Hvað getum við sótt til Bandaríkjana í sambandi við heilsugæslu??
Þeir sem vilja kinna sér hvernig heilsugæslu í Bandaríkjunum er háttað og hvers ber að varast, skal bent á kvikmyndina Sicko, sem Michael Moore gerði og fæst á DVD diskum. Ég hefi átt viðtal við lækna sem staðfesta að kvikmyndin gefur í flestum tilfellum rétta mynd af ástandinu. Sterkari rök gegn heilsugæslu Bandaríkjanna sem fyrirmynd er ekki hægt að færa.
Nú er um að gera að fyrirbyggja að gróðafíknir víkingar einkavæðingar nái að koma hugsjónum sínum í framkvæmd hvað heilsugæslu á Íslandi varðar. Til þess eru vítin að varast þau. Íslenska kerfið er ekki fullkomið og þarfnast eflaust endurbóta. En í guðana bænum leitum ekki til Bandaríkjanna eftir úrbótum.
Samstarf við Bandaríkin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.9.2008 | 06:49
A Cure for Greed
Eftirfarandi er partur úr ritstjórnargrein eftir Eduardo Porter, sem birtist í dag, 29. september, í New York Times.
"The free market, it should be obvious by now, hasn´t been up to the task either. Capitalism, in all its cleverness, decided that what you can´t beat, you should use. It worked to harness greed. To be able to discuss it in polite company, economists renamed it "maximization of utility," and built a theory of the world that everyone benefits when we seek to maximize our own individual welfare.
Greed reached its zenith in the 1980s, when the Reagan Revolution brought us supply-side economics and its bedrock belief that the path to prosperity for all required removing every obstacle to utility maximization, including most regulations and taxes. Then financial markets crashed. On the campaign trail, the Rev. Jesse Jackson lambasted america´s greedy corporations. And one survey found that 83 percent of Americans blamed "unmitigated greed" for the financial crisis. A few years later the markets were again soaring: greed was back in style."
Með hliðsjón af því, sem gerst hefur síðustu daga í fjármálaheiminum, verðum við sennilega að viðurkenna að við lærum ekkert af reynslunni. Þá erfiðleika, sem nú steðja að, mátti sjá fyrir fyrir löngu síðan, en áfram skal haldið! Við verðum að gera okkur grein fyrir eðli mannlegrar náttúru. Því skyldi ekki þurfa strangar reglur í fjármálaheiminum á sama hátt og á öðrum sviðum mannlífs eins og til dæmis umferðarlög eða löggæsla yfir leitt?
23.9.2008 | 06:28
Bankakerfið tífalt stærra . . .
Halla Gunnarsdóttir skrifar í Morgunblaðinu í dag, mánudaginn 22. September, undir fyrirsögninni Erfitt vegna evru
Halla vitnar í Friðrik Má Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, en hann mun flytja erindi á ráðstefnu í Þjóðmenningarhúsinu á morgun.
Friðrik segir að þó að einstök fyrirtæki séu í mjög þröngri stöðu vegna gengisfallsins sé það ekki komið á það stig að ógna stöðugleika bankakerfisins. Kæmi til þess gætu afleiðingarnar orðið alvarlegar enda bankakerfið tífalt stærra en íslenski þjóðarbúskapurinn í heild.
Tókuð þið eftir þessu? . . . bankakerfið tífalt stærra en íslenski þjóðarbúskapurinn í heild Eru bankarnir orðnir ríki í ríkinu?
Ekki hefi ég vit á stór-fjármálum en það sló mig óhugur þegar ég las þetta. Hvaða peninga eru bankarnir að spila með? Einkavæðing bankakerfisins fyrir nokkrum árum hefur líklega skapað farveg fyrir hina miklu útrásargræðgi sem þanið hefur bankakerfið í þessa stærð. Mér er spurn hvort þetta sé heilbrygð staða. Það þarf einhvern annan en stjórnmálamann til þess að útskýra þetta fyrir mér.
# # #
Upprunalega hóf ég þetta blogg til þess að tala gegn einkavæðingu á heilsugæslu á Íslandi. Þar sem ég hefi búið í Bandaríkjunum í nær þrjá áratugi tel ég mig geta frætt landa mína á Fróni um ýmis atriði sem tala gegn einkavæðingu á heilsuþjónustu, eins og hún hefur þróast hér. Ég hefi safnað að mér ýmsu efni og mun ræða um það á næstunni.
Hér kemur smá klausa úr inngangi að bók Morris Berman, útgefin árið 2007, sem hann nefnir Dark Ages America The Final Phase of Empire:
Would you believe it if I were to tell you that the U.S. infant mortality rate is among the highest for developed democracies, and that the World Health Organization rates our health care system as thirty-seventh best in the world, well behind that of Saudi Arabia (which came in as twenty-sixth)?
17.9.2008 | 21:55
Hver stendur vörð . . . ?
Eftirfarandi birtist í dag, 17. September, í fréttaútdrætti á mbl.is:
Opinber yfirráð orkumála ekki æskilegri en einkaframtak
Geir H. Haarde forsætisráðherra ávarpaði ráðstefnu Alþjóðaorkumálaráðsins í Lundúnum í gær. Þar fjallaði hann um árangur Íslands í nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa. Einnig um hlutverk stjórnvalda í að ryðja nýrri framtíð í orkumálum braut.
Geir sagði m.a. að Sjálfstæðisflokkurinn, sem hann veitti forystu, hefði staðið fyrir mikilli einkavæðingu fyrirtækja í opinberri eigu undanfarin 17 ár, að undanskildum orkufyrirtækjum. Hann sagði að það myndi stríða gegn sannfæringu sinni og stefnuskrá flokksins að halda því fram að yfirráð ríkisins í orkugeiranum væru í meginatriðum æskilegri en einkaframtakið. Engu að síður þyrfti hvert land eða landsvæði að finna heppilegt fyrirkomulag. Hann sagði að lengi hefði ríkt samstaða meðal íslensku þjóðarinnar um opinbert eignarhald á þessu sviði og að til skamms tíma hefði ekki verið neinn annar fjárhagslegur valkostur.
Hér stendur það þá svart á hvítu, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði staðið fyrir mikilli einkavæðingu fyrirtækja í opinberri eigu undanfarin 17 ár Ennfremur er haldið áfram: Hann sagði að það myndi stríða gegn sannfæringu sinni og stefnuskrá flokksins að halda því fram að yfirráð ríkisins í orkugeiranum væru í meginatriðum æskilegri en einkaframtakið.
Þá vitum við það. Formaður Sjálfstæðisflokksins í embætti forsætisráðherra keyrir fram stefnu flokksins. Spurningin er hvort þetta er í þágu almennings í landinu eða til góða völdum einstaklingum eða fyrirtækjum. Ekki hefur Sjálfstæðisflokkurinn fundið upp þessa stefnu sem gerir ráð fyrir að einkavæðing verði alsráðandi. Hvar er fyrirmyndin? Haft er eftir Ronald Reagan, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna eftirfarandi: Government can not solve the problem. Government is the problem.
Það má telja Bandaríkin sem aðalsetur einkavæðingar í heiminum og þá er vert að leita þangað eftir upplýsingum um hvernig einkavæðing reynist. Ekki þarf að leita lengi því váleg tíðindi hafa borist undanfarna daga frá Wall Street. Eða höfum við gleymt Enron málinu? Er mögulegt að einkavæðing íslensku bankanna sé ein aðalorsökin fyrir þeim erfiðleikum, sem nú steðja að ísklensku efnahagslífi?
Sitt sýnist hverjum. Persónulega finnst mér að Bandaríkin hafi eyðilagt og skrumskælt kapilalismann. Kapitalisminn, eða sú stefna sem kennd er við hann, hefur margt gott að geyma til hagsbóta fyrir almenning.
Á sama hátt finnst mér að Sovétríkin hafi á sínum tíma eyðilagt sósíalismann. Í mínum bókum er sósíalismi og kommúnismi tvennt algjörlega ólíkt. Sem gamall krati (social-democrat) finnst mér að ákveðin samhyggð eða samábyrgð sé grundvallaratriði sem hafi lyft m.a. norðurlandaþjóðunum, þar á meðal Íslandi, á toppinn meðal þjóða samkvæmt alþjóðlegum athugunum á lífsgæðum.
Það verður að standa vörð um grundvöll líðræðisins og hagsmuni almennings og sporna við þróun sem sópar auði í hendur fárra á kostnað smælingjans.
15.9.2008 | 03:46
Þá er bara að hella sér út í það!
15.9.2008 | 03:30
To put a lipstick on a pig
Kæru landar,
Í Guðana bænum látið ekki áróðursvél Republikana, með Karl Rove á bak við tjöldin, villa ykkur sýn. Nokkrir bloggarar hafa tjáð sig og lýst vanþóknun sinni á ummælum Obama í sambandi við orðtækið to put a lipstick on a pig. Þetta orðatiltæki er gamalt og hefur verið notað lengi í Enskri tungu. Fyrrverandi press secretary McCain, Torie Clarke, gaf út bók árið 2006 með titlinum Lipstick on a Pig: Winning in the No-Spin Era og McCain hefur sjálfur haft eftirfarandi ummæli um tillögur Hillary Clinton í sambandi við sjúkratryggingar:
Last October, asked about Sen. Hillary Clinton's health care plan, Sen. John McCain, R-Ariz., was blunt. McCain said Clinton's proposal was "eerily" similar to the ill-fated plan she devised in 1993. "I think they put some lipstick on a pig," he said, "but it's still a pig."A common expression, right? McCain surely wasn't calling Clinton a pig. (New York Times)
Hér fylgir textinn úr ræðu Obama:
"John McCain says he's about change too, and so I guess his whole angle is,
'Watch out George Bush -- except for economic policy, health care policy, tax
policy, education policy, foreign policy and Karl Rove-style politics -- we're
really going to shake things up in Washington.'
"That's not change. That's just calling something the same thing something
different. You know you can put lipstick on a pig, but it's still a pig. You
know you can wrap an old fish in a piece of paper called change, it's still
going to stink after eight years. We've had enough of the same old thing."
Nú getið þið sjálf dæmt um. Í viðræðum hafa Republikanar haft orð á því, að Obama ætti að biðja Palin afsökunar á þessum ummælum og þegar þeir eru spurðir hvort það sama gilti þá ekki um illa lyktandi fisk, þá svara þeir að líklega ætti Obama einnig að biðja McCain afsökunar. Ef sannleikurinn er skoðaður, eru ekki svona viðbrögð algjörlega út í hött og beinlínis ætluð til að rugla dómgreind almennings?
Obama talar um Karl Rove-style politics og sú áróðursmaskína hefur sannarlega unnið sitt verk og haft tilætluð áhrif, það sýna fyrri kosningar í Bandaríkjunum. Republikanar svífast einskis í baráttunni um völd og hagræða sannleikanum að eigin geðþótta og sauðsvartur almúginn lætur teyma sig sofandi að feygðarósi.