Ronald Reagan sagði . . .

Mér finnst skemmtilegt að ég skuli hafa í bloggi mínu (“Hver stendur vörð . . . ?”)
fyrir tveim dögum vitnað í það sem haft er eftir Ronald Reagan, “Government can not solve the problem. Government is the problem.”

Í New York Times í dag, 19. September, segir Paul Krugman í grein sinni eftirfarandi:

“On Sunday, Henry Paulson, the Treasury secretary, tried to draw a line in the sand against further bailouts of failing financial institutions; four days later, faced with a crisis spinning out of control, much of Washington appears to have decided that government isn’t the problem, it’s the solution. The unthinkable — a government buyout of much of the private sector’s bad debt — has become the inevitable.”

Í sama blaði segir David Brooks:

“The current financial turmoil marks the end of the era of wide-open global capitalism.”

Margir hafa spurt hvað drífi áfram þá stefnu, sem nú hefur siglt í strand. Sumir segja að það sé græðgi og margt bendir til að það sé af miklum hluta rétt. Hvaða meining er í því að einkavæða gróðann en þjóðnýta svo tapið og láta forstjóra stórfyrirtækjanna labba út með tugmilljónir dollara eftir að hafa keyrt fyrirtækið í jörðina og skylja svo almúgann eftir með sárt ennið?

Í New York Times um daginn byrtist útreikningur á launum eins forstjóra þessara gjaldþrota fyrirtækja og hefði hann haft sem svarar $17.000,00 laun á tímann! Aukinn launamismunur er aðeins ein hliðin á þessu máli sem ætti að tengjast umræðum um einkavæðingu og hvaða þróun fylgir gjarnan í kjölfarið. Takið eftir!! Dæmin tala sínu máli.


Hver stendur vörð . . . ?

Eftirfarandi birtist í dag, 17. September, í fréttaútdrætti á mbl.is:

“Opinber yfirráð orkumála ekki æskilegri en einkaframtak”

“Geir H. Haarde forsætisráðherra ávarpaði ráðstefnu Alþjóðaorkumálaráðsins í Lundúnum í gær. Þar fjallaði hann um árangur Íslands í nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa. Einnig um hlutverk stjórnvalda í að ryðja nýrri framtíð í orkumálum braut.”

“Geir sagði m.a. að Sjálfstæðisflokkurinn, sem hann veitti forystu, hefði staðið fyrir mikilli einkavæðingu fyrirtækja í opinberri eigu undanfarin 17 ár, að undanskildum orkufyrirtækjum. Hann sagði að það myndi stríða gegn sannfæringu sinni og stefnuskrá flokksins að halda því fram að yfirráð ríkisins í orkugeiranum væru í meginatriðum æskilegri en einkaframtakið. Engu að síður þyrfti hvert land eða landsvæði að finna heppilegt fyrirkomulag. Hann sagði að lengi hefði ríkt samstaða meðal íslensku þjóðarinnar um opinbert eignarhald á þessu sviði og að til skamms tíma hefði ekki verið neinn annar fjárhagslegur valkostur.”

Hér stendur það þá svart á hvítu, að Sjálfstæðisflokkurinn “hefði staðið fyrir mikilli einkavæðingu fyrirtækja í opinberri eigu undanfarin 17 ár” Ennfremur er haldið áfram: “Hann sagði að það myndi stríða gegn sannfæringu sinni og stefnuskrá flokksins að halda því fram að yfirráð ríkisins í orkugeiranum væru í meginatriðum æskilegri en einkaframtakið.”

Þá vitum við það. Formaður Sjálfstæðisflokksins í embætti forsætisráðherra keyrir fram stefnu flokksins. Spurningin er hvort þetta er í þágu almennings í landinu eða til góða völdum einstaklingum eða fyrirtækjum. Ekki hefur Sjálfstæðisflokkurinn fundið upp þessa stefnu sem gerir ráð fyrir að einkavæðing verði alsráðandi. Hvar er fyrirmyndin? Haft er eftir Ronald Reagan, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna eftirfarandi: “Government can not solve the problem. Government is the problem.”

Það má telja Bandaríkin sem aðalsetur einkavæðingar í heiminum og þá er vert að leita þangað eftir upplýsingum um hvernig einkavæðing reynist. Ekki þarf að leita lengi því váleg tíðindi hafa borist undanfarna daga frá Wall Street. Eða höfum við gleymt Enron málinu? Er mögulegt að einkavæðing íslensku bankanna sé ein aðalorsökin fyrir þeim erfiðleikum, sem nú steðja að ísklensku efnahagslífi?

Sitt sýnist hverjum. Persónulega finnst mér að Bandaríkin hafi eyðilagt og skrumskælt kapilalismann. Kapitalisminn, eða sú stefna sem kennd er við hann, hefur margt gott að geyma til hagsbóta fyrir almenning.

Á sama hátt finnst mér að Sovétríkin hafi á sínum tíma eyðilagt sósíalismann. Í mínum bókum er sósíalismi og kommúnismi tvennt algjörlega ólíkt. Sem gamall krati (social-democrat) finnst mér að ákveðin samhyggð eða samábyrgð sé grundvallaratriði sem hafi lyft m.a. norðurlandaþjóðunum, þar á meðal Íslandi, á toppinn meðal þjóða samkvæmt alþjóðlegum athugunum á lífsgæðum.

Það verður að standa vörð um grundvöll líðræðisins og hagsmuni almennings og sporna við þróun sem sópar auði í hendur fárra á kostnað smælingjans.


Þá er bara að hella sér út í það!

Það kom að því að ég stæðist ekki freystinguna, og nú er ég kominn á bloggið. Það eru ýmis mál, sem ég hefi áhuga á að tjá mig um og er það þessa stundina mest um stjórnmál. Málið er þannig, að úr fjarlægð hefi ég fylgst með því hve einkavæðing hefur rutt sér til rúms á Íslandi í seinni tíð. Fljótlega mun ég leggja eitthvað til málanna sérstaklega vegna umræðunnar um einkavæðingu á heilsugæslu en byrja með því að tala um atriði er varðar forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.

To put a lipstick on a pig

Kæru landar,

Í Guðana bænum látið ekki áróðursvél Republikana, með Karl Rove á bak við tjöldin, villa ykkur sýn. Nokkrir bloggarar hafa tjáð sig og lýst vanþóknun sinni á ummælum Obama í sambandi við orðtækið “to put a lipstick on a pig”. Þetta orðatiltæki er gamalt og hefur verið notað lengi í Enskri tungu. Fyrrverandi “press secretary” McCain, Torie Clarke, gaf út bók árið 2006 með titlinum “Lipstick on a Pig: Winning in the No-Spin Era” og McCain hefur sjálfur haft eftirfarandi ummæli um tillögur Hillary Clinton í sambandi við sjúkratryggingar:

“Last October, asked about Sen. Hillary Clinton's health care plan, Sen. John McCain, R-Ariz., was blunt. McCain said Clinton's proposal was "eerily" similar to the ill-fated plan she devised in 1993. "I think they put some lipstick on a pig," he said, "but it's still a pig."A common expression, right? McCain surely wasn't calling Clinton a pig.” (New York Times)

Hér fylgir textinn úr ræðu Obama:

"John McCain says he's about change too, and so I guess his whole angle is,
'Watch out George Bush -- except for economic policy, health care policy, tax
policy, education policy, foreign policy and Karl Rove-style politics -- we're
really going to shake things up in Washington.'

"That's not change. That's just calling something the same thing something
different. You know you can put lipstick on a pig, but it's still a pig. You
know you can wrap an old fish in a piece of paper called change, it's still
going to stink after eight years. We've had enough of the same old thing."

Nú getið þið sjálf dæmt um. Í viðræðum hafa Republikanar haft orð á því, að Obama ætti að biðja Palin afsökunar á þessum ummælum og þegar þeir eru spurðir hvort það sama gilti þá ekki um illa lyktandi fisk, þá svara þeir að líklega ætti Obama einnig að biðja McCain afsökunar. Ef sannleikurinn er skoðaður, eru ekki svona viðbrögð algjörlega út í hött og beinlínis ætluð til að rugla dómgreind almennings?

Obama talar um “Karl Rove-style politics” og sú áróðursmaskína hefur sannarlega unnið sitt verk og haft tilætluð áhrif, það sýna fyrri kosningar í Bandaríkjunum. Republikanar svífast einskis í baráttunni um völd og hagræða sannleikanum að eigin geðþótta og sauðsvartur almúginn lætur teyma sig sofandi að feygðarósi.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband