Ronald Reagan sagði . . .

Mér finnst skemmtilegt að ég skuli hafa í bloggi mínu (“Hver stendur vörð . . . ?”)
fyrir tveim dögum vitnað í það sem haft er eftir Ronald Reagan, “Government can not solve the problem. Government is the problem.”

Í New York Times í dag, 19. September, segir Paul Krugman í grein sinni eftirfarandi:

“On Sunday, Henry Paulson, the Treasury secretary, tried to draw a line in the sand against further bailouts of failing financial institutions; four days later, faced with a crisis spinning out of control, much of Washington appears to have decided that government isn’t the problem, it’s the solution. The unthinkable — a government buyout of much of the private sector’s bad debt — has become the inevitable.”

Í sama blaði segir David Brooks:

“The current financial turmoil marks the end of the era of wide-open global capitalism.”

Margir hafa spurt hvað drífi áfram þá stefnu, sem nú hefur siglt í strand. Sumir segja að það sé græðgi og margt bendir til að það sé af miklum hluta rétt. Hvaða meining er í því að einkavæða gróðann en þjóðnýta svo tapið og láta forstjóra stórfyrirtækjanna labba út með tugmilljónir dollara eftir að hafa keyrt fyrirtækið í jörðina og skylja svo almúgann eftir með sárt ennið?

Í New York Times um daginn byrtist útreikningur á launum eins forstjóra þessara gjaldþrota fyrirtækja og hefði hann haft sem svarar $17.000,00 laun á tímann! Aukinn launamismunur er aðeins ein hliðin á þessu máli sem ætti að tengjast umræðum um einkavæðingu og hvaða þróun fylgir gjarnan í kjölfarið. Takið eftir!! Dæmin tala sínu máli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er svipað og er að gerast hér heima.  Ríkisstjórnin tekur tugmilljarða Evrulán til að styrkja ímynd Íslands á erlendum mörkuðum og þannig forða bæði bönkum og öðrum frá allsherjar hruni.  Er þetta ekki sama súpan og út í US,  óprúttið fólk fleytir rjómann ofan af í gengdarlausu góðæri og sendir svo almenningi reikninginn þegar illa gengur ?

Sigríður Gröndal (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband