Tíðni ungbarnadauða minnst á Íslandi

Það er fróðlegt að lesa þessa frétt núna þegar árás heilbrigðisráðherra á Íslenska heilbrigðiskerfið stendur sem hæst. Ég vil benda á bloggfærslu mína frá 21. október 2008, en þar stendur m.a.

"Það vill svo til að nýlega eða 18. október s.l., byrtist í ristjórnargrein í The New York Times umræða um barnadauða í Bandaríkjunum. Samkvæmt nýjustu tölum sem eru frá árinu 2006, hafa þeir hrapað niður í 29. sæti, en þeir skipuðu 12. sæti árið 1960. Ef barnadauði gefur bendingu um gæði heilsuþjónustu má draga þá ályktun, að heilsugæsla í Bandaríkjunum hafi versnað á umræddu tímabili. Á sama tíma hafa norðurlandaþjóðirnar ásamt Íslandi skipað efstu sætin á lista yfir hlutfallslegan barnadauða í iðnvæddum ríkjum heims. Efst á lista eru lönd með minnstan barnadauða. Hvað getum við sótt til Bandaríkjana í sambandi við heilsugæslu?? "

Ástæðan fyrir bloggfærslunni var að verið var að ræða um "Samstarf við Bandaríkin á sviði heilbrigðismála". Líta má á Bandaríkin sem aðalvígi einkavæðingar og stjórnlausrar frjálshyggju, stefnu, sem nú hefur orðið gjaldþrota og hefur orsakað alheims kreppu. 

Sú staðreynd að Ísland er með hvað minnstan hlutfallslegan barnadauða má túlka á þann veg, að heilsukerfið er og hefur verið í grundvallaratriðum í góðu lagi. Það er eflaust þörf á endurbótum og þróun, en aðför heilbrigðisráðherra er svívirðileg og verður að stöðva.  


mbl.is Tíðni ungbarnadauða minnst á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hryðjuverk heilbrigðisráðherra

Nú er ég algjörlega orðlaus! Ég opnaði þessa fátæklegu vefsíðu mína s.l. haust til þess að vekja athygli á hörmulegum afleiðingum einkavæðingar á heilsuþjónustu með tilvísun í hvernig ástandið er hér í heilbrigðismálum Bandaríkjanna.  En þá skall á efnahagsholskeflan og mér fannst ekki umræðugrundvöllur fyrir þessu sérstaka máli. 

Hvernig vogar heilbrigðisráðherra sér að koma fram með þessar breytingar á sama tíma og þúsundir Íslendinga, ef ekki þjóðin öll, hefur lýst vantrausti á ríkisstjórnina? Þetta gerir hann án samráðs við viðkomandi aðila, jafnvel hundsar hann heilbrigðisnefnd Alþingis. Þetta er valdnýðsla af verstu tegund. Þetta er dulbúin einkavæðing rutt fram af ruddaskap. Þetta verður að stöðva. 

Það er auðsætt að það þarf að skera niður. En tókuð þið eftir því að það var ekki hróflað við fjárveitingum til stjórnmálaflokkanna? Mér finnst að það ætti að skera fjárframlög til þeirra algjörlega niður. Í þessu hallæri geta þeir séð um sig sjálfir.  Hvernig væri að leggja þessa stjórnmálaflokka niður og stokka uppá nýtt og hleypa að nýju fólki. (Óraunhæfur draumur)

Í næstsíðustu bloggfærslu Láru Hönnu hér á mbl.is nefnir hún myndina Sicko eftir Michael Moore. Þetta er mynd (DVD) sem þið verðið að sjá. Mörgum finnst Michael ekki ásjárverður, feitur og luralegur eins og hann er og mátulega kurteis, en hann fer með grafalvarlegt mál. Ég hefi átt formlegt viðtal við tvo lækna hér í bæ (Bellingham, WA), en þeir hafa starfað hér í nokkra áratugi. Þeir staðfestu báðir að meginefni myndarinnar væri sannleikanum samkvæmt og gæfi raunhæfa mynd af helstu göllunum á heilsukerfinu hér í Bandaríkjunum, sem er að mestum hluta í einkarekstri og með gróðasjónarmiðið efst á lista.

Sem gamall Hafnfirðingur lýsi ég algjörum stuðningi við bæjarbúa og hvet þá til að standa vörð um St. Jósefsspítala með öllum tiltækum ráðum. Ég stenst ekki þá freystingu að taka stórt upp í mig og segja, að það sé engu líkara en að heilbrigðisráðherra sé eins og útsendari andskotans, svo mikil stækja og fýla er af þessum aðgerðum hans.

Og svo, allir á útifundinn á Austurvelli!!!

 


Ræða Katrínar

Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með umræðum um ræðu Katrínar sem hún hélt á utifundinum á laugardaginn í síðustu viku. Það sýnist sitt hverjum að sjálfsögðu. Ég hlustaði á ræðuna og las hana einnig yfir. Ræðan var frábærlega skörulega flutt og sú orka sem þar kom fram er dæmigerð um þá ólgu sem ríkir í þjóðfélaginu í dag.

Ekki er ég sammála nemendum HR að hafa krafist að ræðan yrði tekin niður. Í fyrsta lagi kom Katrín fram sem einstaklingur en ekki fulltrúi skólans og í öðru lagi ríkir tjáningarfrelsi. Þeir hefðu getað fjallað málefnalega um inntak ræðunnar.

Í lok ræðu sinnar gefur Katrín stjórninni einnar viku frest til þess að boða til kosninga og viðurkenna afglöp sín og segir svo:

"Að öðrum kosti þá fyllum við fólkið í landinu þingið, stjórnarráðið og ráðherrabústaðina og berum þá út sem ábyrgir eru! Ég tel slíka aðgerð ekki vera brot á lögum og reglu í ljósi þeirrar aðfarar sem gerð er að réttarríkinu og lýðveldinu Íslandi um þessar mundir!"

 Ef á að skilja þetta bókstaflega, þá þýðir þetta að tilgangurinn helgi meðalið. Það sem talað er þessa dagana getur orðið afdrifaríkt þegar "Nýja Ísland" fer að rísa úr rústunum. Eins aðdáunarverð og framkoma Katrínar var og eins áríðandi og það er að slíkar raddir heyrist til að vekja þjóðina upp til dáða og nýrrar stefnu, þá leyfi ég mér að gagnrína áðurnefndan kafla úr ræðu Katrínar og beina um leið þeim tilmælum til hennar og þeirra sem koma fram og láta sljós sitt skína, að þeir gæti orða sinna og æsi ekki upp aðgerðir sem steypt gæti þessari aðdáanlegu hreyfingu í algjöra lögleysu.


Samstarf við Bandaríkin á sviði heilbrigðismála?

Þessi frétt í Morgunblaðinu í dag, 20. október, er algjörlega tilgangslaus, þ.e. hún svarar ekki spurningunni um aðalefni málsins sem er, hvað felst í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna á sviði heilbrigðismála? Ef Íslendingar eru að sækjast eftir samstarfi við Bandaríkin til þess að sækja sér fyrirmynda við endurbætur á ríkjandi kerfi hér á landi, þá lýsi ég algjöru frati á slíkt samstarf. Rök gegn slíku samstarfi fylgja hér á eftir.

 

Ef á hinn bóginn Bandaríkjamenn eru að leita eftir samstarfi við Íslendinga til þess að sækja sér fyrirmyndir vegna þarfar á endurbótum á bandaríska kerfinu, hafandi í huga að það íslenska er með því besta sem gerist, þá erum við í góðum málum og ættum að veita Bandaríkjunum allar þær upplýsingar og aðstoð sem þeir þurfa og komið gætu að gagni.

 

Það vill svo til að nýlega eða 18. október s.l., byrtist í ristjórnargrein í The New York Times umræða um barnadauða í Bandaríkjunum. Samkvæmt nýjustu tölum sem eru frá árinu 2006, hafa þeir hrapað niður í 29. sæti, en þeir skipuðu 12. sæti árið 1960. Ef barnadauði gefur bendingu um gæði heilsuþjónustu má draga þá ályktun, að heilsugæsla í Bandaríkjunum hafi versnað á umræddu tímabili. Á sama tíma hafa norðurlandaþjóðirnar ásamt Íslandi skipað efstu sætin á lista yfir hlutfallslegan barnadauða í iðnvæddum ríkjum heims. Efst á lista eru lönd með minnstan barnadauða. Hvað getum við sótt til Bandaríkjana í sambandi við heilsugæslu??

 

Þeir sem vilja kinna sér hvernig heilsugæslu í Bandaríkjunum er háttað og hvers ber að varast, skal bent á kvikmyndina Sicko, sem Michael Moore gerði og fæst á DVD diskum. Ég hefi átt viðtal við lækna sem staðfesta að kvikmyndin gefur í flestum tilfellum rétta mynd af ástandinu. Sterkari rök gegn heilsugæslu Bandaríkjanna sem fyrirmynd er ekki hægt að færa.

 

Nú er um að gera að fyrirbyggja að gróðafíknir víkingar einkavæðingar nái að koma hugsjónum sínum í framkvæmd hvað heilsugæslu á Íslandi varðar. Til þess eru vítin að varast þau. Íslenska kerfið er ekki fullkomið og þarfnast eflaust endurbóta. En í guðana bænum leitum ekki til Bandaríkjanna eftir úrbótum.


mbl.is Samstarf við Bandaríkin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver ber sökina?

Þetta er næstum eins og lygasaga, þessir tímar sem við erum að lifa þessa dagana. Nú er leitað eftir sökudólgunum og menn segja "burt með Geir og burt með Davíð" og svo segja sumir að þetta sé allt Sjálfstæðisflokknum að kenna. Talað er um að nefna megi nöfn um 20 manna, sem beri ábyrgð á þeirri stöðu sem upp er komin. Ég er hræddur um að það þurfi að kafa svolítið dýpra til að finna sökudólginn.

 Hugsjónakerfi að hrynja

Það er heilt hugsjónakerfi að hrynja þessa dagana. Þetta kerfi hefur stjórnað aðgerðum fjármálamanna um alllangt skeið og verður mér á að vitna aftur í Ronald Reagan, sem á að hafa sagt eitthvað á þessa leið: "The Government can not fix the problem. The Government is the problem." Þetta ásamt fleiru hefur verið grunntónninn í stefnu Republicana flokksins í Bandaríkjunum og gengur undir nafninu Reganomics. Það er fyrir löngu búið að heilaþvo mikinn hluta Bandarísku þjóðarinnar sem er búin að missa sjónar af raunverulegum verðmætum.

Því miður held ég að of mikill hluti Íslensku þjóðarinnar hafi verið heilaþveginn á sama hátt. Taumlaus frjálshyggja og einkavæðing, sem rutt hefur sér til rúms á Íslandi nú síðustu árin og ekki sýst einkavæðing bankakerfisins er stór þáttur í að gera núverandi stöðu mögulega. 

Hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn? 

Þótt refsa eigi þeim, sem hafa brotið lög eða misnotað opinbera stöðu sína, þá þýðir lítið að eltast við einstaka menn, ástandið myndi lítið batna við það.  Það þýðir lítið að hrópa burt með Davíð, burt með Geir. Hér verður að líta á undirstöðuna, en það er hið viðskiftalega kenningakerfi, sem Sjálfstæðismenn trúa á. Því má spyrja, hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn? Munu sjálfstæðismenn viðurkenna að hugsanlegt sé, að einkavæðing bankakerfisins án eftirlits hafi gert núverandi stöðu mögulega? Eru þeir líklegir til þess að edurskoða stefnu sína og setja sér ný markmið?

Ef Sjálfstæðismenn, og þeir sem setjast í stjórn með þeim, gera ekki algjöra stefnubreytingu á  stefnuskrá sinni, þá mun hið efnahagslega fyllirí, sem þjóðin datt í á undanförnum árum, halda áfram eða endurtaka sig og áhættufýklarnir munu veðsetja og ræna auðæfi landsins og þjóðarinnar.

Með virðingu og samúð með þeim sem nú þjást á Íslandi, vildi ég biðja fólk um að leita vandlega að hinum raunverulega sökudólgi þar sem græðgi og skortur á samhyggð hefur ráðið för. 


Endurhæfing Áhættufíkla

Í frétt í Morgunblaðinu 20. september var frétt frá flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar þar sem eftirfarandi var m.a. haft eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra:


„Burðarvirki hins reglulausa hnattræna fjármagnsmarkaðar var að leysast upp fyrir augliti heimsbyggðarinnar og markaðurinn gat ekki lengur staðið óstuddur. Hann „leiðrétti” sig ekki sjálfur heldur flanaði stjórnlaust að feigðarósi með vanmati áhættu og ofmati eigna.


"Við  sem byggjum þetta land þurfum að þétta raðirnar, taka höndum saman, senda áhættufíklana í meðferð og bjóða þá velkomna aftur í uppbygginguna þegar runnið hefur af þeim."

Mér fannst gaman að lesa þetta og er sammála Sólrúnu, að Íslendingar verða ". . . að þétta raðirnar, taka höndum saman, . . .", en það verður að fyrirbyggja að svoa staða komi upp aftur. Ég trúi að endurhæfing afbrotamanna geti í mörgum tilfellum virkað vel, en að senda áhættufíklana í meðferð og bjóða þá síðan velkomna aftur er byggt á misskylningi. Mannlegt eðli ser samt við sig og breytist ekki á stuttum tíma.

Þótt við séum góðir ökumenn dytti okkur aldrei í hug að leggja niður löggæslu, taka niður umferðarmerki og ljós, og láta svo umferðina sjá um sig sjálfa. Fjársýsla og viðskifti eru háð sömu lögmálum sem þýðir, að það er ávalt stór hluti manna, sem veigrar sér ekki við að nota veika púnkta í kerfinu sjálfum sér til framdrátar og auðgunar um leið og smælingjann blæðir. Almenningsheill er ekki í týsku.

Þessi jarðskjálfti, sem reið yfir fjármálakerfið er ekki búinn enn. Þetta er því miður aðeins byrjunin. Margir hafa þegar staðið upp með sárt ennið og þunnt veski eða tómt.  Það er álit margra að það sé taumlaus græðgi, sem hafi verið undirrót þessa ástands sem nú hefur skapast og hafi verið í gangi í að minnsta kosti tvo áratugi. Nú þarf að endurhæfa kerfið.


A Cure for Greed

Eftirfarandi er partur úr ritstjórnargrein eftir Eduardo Porter, sem birtist í dag, 29. september, í New York Times.

"The free market, it should be obvious by now, hasn´t been up to the task either. Capitalism, in all its cleverness, decided that what you can´t beat, you should use. It worked to harness greed. To be able to discuss it in polite company, economists renamed it "maximization of utility," and built a theory of the world that everyone benefits when we seek to maximize our own individual welfare.

Greed reached its zenith in the 1980s, when the Reagan Revolution brought us supply-side economics and its bedrock belief that the path to prosperity for all required removing every obstacle to utility maximization, including most regulations and taxes. Then financial markets crashed. On the campaign trail, the Rev. Jesse Jackson lambasted america´s greedy corporations. And one survey found that 83 percent of Americans blamed "unmitigated greed" for the financial crisis. A few years later the markets were again soaring: greed was back in style."

Með hliðsjón af því, sem gerst hefur síðustu daga í fjármálaheiminum, verðum við sennilega að viðurkenna að við lærum ekkert af reynslunni. Þá erfiðleika, sem nú steðja að, mátti sjá fyrir fyrir löngu síðan, en áfram skal haldið! Við verðum að gera okkur grein fyrir eðli mannlegrar náttúru. Því skyldi ekki þurfa strangar reglur í fjármálaheiminum á sama hátt og á öðrum sviðum mannlífs eins og til dæmis umferðarlög eða löggæsla yfir leitt?


Hard Truths About the Bailout

Eftirfarandi er smábútur úr ritstjórnargrein í New York Times, 19. september, s.l.

"The regulatory failure, in turn, was grounded in the Bush administration´s magical belief that the market, with its invisible hand, works best when it is left alone to self regulate and self correct. The country is now paying the price for that delusion."

Hljómar þetta ekki eins og að kapitalisminn, eins og hann hefur verið útfærður af Bandaríkjamönnum, sé orðinn gjaldþrota? Við lifum á athyglisverðum tímum!!


Einkavæðing heilsugeirans - krassandi saga

Eftirfarandi er upphaf greinar sem birtist í riti AARP í Bandaríkjunum 9. júlí á þessu ári. AARP eru samtök eldra fólks og berst m.a. fyrir endurbótum á heilsugeiranum hér. Þessi saga er aðeins lítið dæmi um hvernig einkavæðing á heilsuþjónustu hefur þróast í Bandaríkjunum. Tugþúsundir heimila hafa farið í rúst af svipuðum ástæðum og Íslendingar ættu gefa góðan gaum að þessu áður en lengra er haldið með einkavæðingu á heilsuþjónustu. Meira seinna.

Ef þú nennir að lesa alla greinina fylgir slóðin á eftir.

"The Shocking Truth About Upfront Hospital Fees"

"After Dave Williams learned in April that the mass in his neck was malignant, his doctor referred him to a local cancer center. At his appointment, he was stunned at what he heard. “They said, ‘We’re looking at $30,000 worth of treatment, and we need $20,000 upfront,’ ” says Williams, 62, of Beeville, Texas. “I said, ‘I don’t have that kind of money.’ ”
For the retired landscape designer, the hospital’s demand was an especially heavy blow, since he had recently paid off $273,000 in out-of-pocket costs for his ex-wife’s care for ovarian cancer (his employer-sponsored health plan refused to cover her because she had cancer when he enrolled). “I became poor trying to save her, but she died,” says Williams, who now lives in a trailer on a friend’s property.
In his case, he applied for “charity care” at other hospitals but was rejected because he has saved about $10,000 in a 401(k). “They all asked for a lot of money, upfront, before they would do anything to help me,” says Williams, who is still exploring his options."

By Sid Kirchheimer - July 9, 2008 - From the AARP Bulletin print edition

http://bulletin.aarp.org/yourhealth/caregiving/articles/cash_before_care_0.html


Bankakerfið tífalt stærra . . .

Halla Gunnarsdóttir skrifar í Morgunblaðinu í dag, mánudaginn 22. September, undir fyrirsögninni “Erfitt vegna evru”

Halla vitnar í Friðrik Má Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, en hann mun flytja erindi á ráðstefnu í Þjóðmenningarhúsinu á morgun.

“Friðrik segir að þó að einstök fyrirtæki séu í mjög þröngri stöðu vegna gengisfallsins sé það ekki komið á það stig að ógna stöðugleika bankakerfisins. Kæmi til þess gætu afleiðingarnar orðið alvarlegar enda bankakerfið tífalt stærra en íslenski þjóðarbúskapurinn í heild.”

Tókuð þið eftir þessu? “. . . bankakerfið tífalt stærra en íslenski þjóðarbúskapurinn í heild” Eru bankarnir orðnir ríki í ríkinu?

Ekki hefi ég vit á stór-fjármálum en það sló mig óhugur þegar ég las þetta. Hvaða peninga eru bankarnir að spila með? Einkavæðing bankakerfisins fyrir nokkrum árum hefur líklega skapað farveg fyrir hina miklu útrásargræðgi sem þanið hefur bankakerfið í þessa stærð. Mér er spurn hvort þetta sé heilbrygð staða. Það þarf einhvern annan en stjórnmálamann til þess að útskýra þetta fyrir mér.

# # #

Upprunalega hóf ég þetta blogg til þess að tala gegn einkavæðingu á heilsugæslu á Íslandi. Þar sem ég hefi búið í Bandaríkjunum í nær þrjá áratugi tel ég mig geta frætt landa mína á Fróni um ýmis atriði sem tala gegn einkavæðingu á heilsuþjónustu, eins og hún hefur þróast hér. Ég hefi safnað að mér ýmsu efni og mun ræða um það á næstunni.

Hér kemur smá klausa úr inngangi að bók Morris Berman, útgefin árið 2007, sem hann nefnir “Dark Ages America – The Final Phase of Empire”:

“Would you believe it if I were to tell you that the U.S. infant mortality rate is among the highest for developed democracies, and that the World Health Organization rates our health care system as thirty-seventh best in the world, well behind that of Saudi Arabia (which came in as twenty-sixth)?”


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband