Hryðjuverk heilbrigðisráðherra

Nú er ég algjörlega orðlaus! Ég opnaði þessa fátæklegu vefsíðu mína s.l. haust til þess að vekja athygli á hörmulegum afleiðingum einkavæðingar á heilsuþjónustu með tilvísun í hvernig ástandið er hér í heilbrigðismálum Bandaríkjanna.  En þá skall á efnahagsholskeflan og mér fannst ekki umræðugrundvöllur fyrir þessu sérstaka máli. 

Hvernig vogar heilbrigðisráðherra sér að koma fram með þessar breytingar á sama tíma og þúsundir Íslendinga, ef ekki þjóðin öll, hefur lýst vantrausti á ríkisstjórnina? Þetta gerir hann án samráðs við viðkomandi aðila, jafnvel hundsar hann heilbrigðisnefnd Alþingis. Þetta er valdnýðsla af verstu tegund. Þetta er dulbúin einkavæðing rutt fram af ruddaskap. Þetta verður að stöðva. 

Það er auðsætt að það þarf að skera niður. En tókuð þið eftir því að það var ekki hróflað við fjárveitingum til stjórnmálaflokkanna? Mér finnst að það ætti að skera fjárframlög til þeirra algjörlega niður. Í þessu hallæri geta þeir séð um sig sjálfir.  Hvernig væri að leggja þessa stjórnmálaflokka niður og stokka uppá nýtt og hleypa að nýju fólki. (Óraunhæfur draumur)

Í næstsíðustu bloggfærslu Láru Hönnu hér á mbl.is nefnir hún myndina Sicko eftir Michael Moore. Þetta er mynd (DVD) sem þið verðið að sjá. Mörgum finnst Michael ekki ásjárverður, feitur og luralegur eins og hann er og mátulega kurteis, en hann fer með grafalvarlegt mál. Ég hefi átt formlegt viðtal við tvo lækna hér í bæ (Bellingham, WA), en þeir hafa starfað hér í nokkra áratugi. Þeir staðfestu báðir að meginefni myndarinnar væri sannleikanum samkvæmt og gæfi raunhæfa mynd af helstu göllunum á heilsukerfinu hér í Bandaríkjunum, sem er að mestum hluta í einkarekstri og með gróðasjónarmiðið efst á lista.

Sem gamall Hafnfirðingur lýsi ég algjörum stuðningi við bæjarbúa og hvet þá til að standa vörð um St. Jósefsspítala með öllum tiltækum ráðum. Ég stenst ekki þá freystingu að taka stórt upp í mig og segja, að það sé engu líkara en að heilbrigðisráðherra sé eins og útsendari andskotans, svo mikil stækja og fýla er af þessum aðgerðum hans.

Og svo, allir á útifundinn á Austurvelli!!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband