27.11.2008 | 20:47
Ræða Katrínar
Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með umræðum um ræðu Katrínar sem hún hélt á utifundinum á laugardaginn í síðustu viku. Það sýnist sitt hverjum að sjálfsögðu. Ég hlustaði á ræðuna og las hana einnig yfir. Ræðan var frábærlega skörulega flutt og sú orka sem þar kom fram er dæmigerð um þá ólgu sem ríkir í þjóðfélaginu í dag.
Ekki er ég sammála nemendum HR að hafa krafist að ræðan yrði tekin niður. Í fyrsta lagi kom Katrín fram sem einstaklingur en ekki fulltrúi skólans og í öðru lagi ríkir tjáningarfrelsi. Þeir hefðu getað fjallað málefnalega um inntak ræðunnar.
Í lok ræðu sinnar gefur Katrín stjórninni einnar viku frest til þess að boða til kosninga og viðurkenna afglöp sín og segir svo:
"Að öðrum kosti þá fyllum við fólkið í landinu þingið, stjórnarráðið og ráðherrabústaðina og berum þá út sem ábyrgir eru! Ég tel slíka aðgerð ekki vera brot á lögum og reglu í ljósi þeirrar aðfarar sem gerð er að réttarríkinu og lýðveldinu Íslandi um þessar mundir!"
Ef á að skilja þetta bókstaflega, þá þýðir þetta að tilgangurinn helgi meðalið. Það sem talað er þessa dagana getur orðið afdrifaríkt þegar "Nýja Ísland" fer að rísa úr rústunum. Eins aðdáunarverð og framkoma Katrínar var og eins áríðandi og það er að slíkar raddir heyrist til að vekja þjóðina upp til dáða og nýrrar stefnu, þá leyfi ég mér að gagnrína áðurnefndan kafla úr ræðu Katrínar og beina um leið þeim tilmælum til hennar og þeirra sem koma fram og láta sljós sitt skína, að þeir gæti orða sinna og æsi ekki upp aðgerðir sem steypt gæti þessari aðdáanlegu hreyfingu í algjöra lögleysu.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Menntun og skóli, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Ráðamenn verða Bornir út af Friðelskandi mönnum
Það er bara Tímaspursmál því Ráðmenn eru blindir og Heyrnarlausir
Kveðja
Æsir (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 20:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.