21.10.2008 | 06:42
Samstarf við Bandaríkin á sviði heilbrigðismála?
Þessi frétt í Morgunblaðinu í dag, 20. október, er algjörlega tilgangslaus, þ.e. hún svarar ekki spurningunni um aðalefni málsins sem er, hvað felst í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna á sviði heilbrigðismála? Ef Íslendingar eru að sækjast eftir samstarfi við Bandaríkin til þess að sækja sér fyrirmynda við endurbætur á ríkjandi kerfi hér á landi, þá lýsi ég algjöru frati á slíkt samstarf. Rök gegn slíku samstarfi fylgja hér á eftir.
Ef á hinn bóginn Bandaríkjamenn eru að leita eftir samstarfi við Íslendinga til þess að sækja sér fyrirmyndir vegna þarfar á endurbótum á bandaríska kerfinu, hafandi í huga að það íslenska er með því besta sem gerist, þá erum við í góðum málum og ættum að veita Bandaríkjunum allar þær upplýsingar og aðstoð sem þeir þurfa og komið gætu að gagni.
Það vill svo til að nýlega eða 18. október s.l., byrtist í ristjórnargrein í The New York Times umræða um barnadauða í Bandaríkjunum. Samkvæmt nýjustu tölum sem eru frá árinu 2006, hafa þeir hrapað niður í 29. sæti, en þeir skipuðu 12. sæti árið 1960. Ef barnadauði gefur bendingu um gæði heilsuþjónustu má draga þá ályktun, að heilsugæsla í Bandaríkjunum hafi versnað á umræddu tímabili. Á sama tíma hafa norðurlandaþjóðirnar ásamt Íslandi skipað efstu sætin á lista yfir hlutfallslegan barnadauða í iðnvæddum ríkjum heims. Efst á lista eru lönd með minnstan barnadauða. Hvað getum við sótt til Bandaríkjana í sambandi við heilsugæslu??
Þeir sem vilja kinna sér hvernig heilsugæslu í Bandaríkjunum er háttað og hvers ber að varast, skal bent á kvikmyndina Sicko, sem Michael Moore gerði og fæst á DVD diskum. Ég hefi átt viðtal við lækna sem staðfesta að kvikmyndin gefur í flestum tilfellum rétta mynd af ástandinu. Sterkari rök gegn heilsugæslu Bandaríkjanna sem fyrirmynd er ekki hægt að færa.
Nú er um að gera að fyrirbyggja að gróðafíknir víkingar einkavæðingar nái að koma hugsjónum sínum í framkvæmd hvað heilsugæslu á Íslandi varðar. Til þess eru vítin að varast þau. Íslenska kerfið er ekki fullkomið og þarfnast eflaust endurbóta. En í guðana bænum leitum ekki til Bandaríkjanna eftir úrbótum.
Samstarf við Bandaríkin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Lífstíll, Menning og listir, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:55 | Facebook
Athugasemdir
Ég var nú reyndar ekki búin að lesa þessa frétt í Mogganum. Ef á nú að fara fá Bandaríkjamenn til samstarfs eða skrafs og ráðagerða þá erum við í vondum málum. Ég held að þeir ættu að skoða betur málin áður en lengra verður haldið. Ég vona bara að ég hafi rangt fyrir mér en ég hef á tilfinningunni að Guðlaugur Þór ætli sér að fara á "námskeið" hjá þeim í því hvernig best væri að einkavæða heilbrigðiskerfið hér á landi! Þetta verður að stöðva þá sem allra fyrst. Hvernig stendur annars á því að svona mörgum er bara slétt sama? Erum við bara svona skrítin að hafa áhyggur, pápi minn?
Sigurlaug B. Gröndal, 21.10.2008 kl. 22:04
Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki lesið Moggan nógu vel þennan daginn þar sem þessi grein fór alveg framhjá mér. Ég er bara eitt spurningarmerki - hvað höfum við að sækja til Bandaríkjanna varðandi uppbyggingu á heilsugæslu ??? Heilbrigðiskerfið þar er bara í skötulíki nema fólk hafi mikil fjárráð og geti keypt sér tryggingar fyrir svimandi upphæðir. Aðrir verða að gera sér Medicare að góðu og þú veist nú hvernig það virkar ! Það er ýmislegt sem Bandaríkjamenn geta lært af rekstri heilsugæslu hér á landi en ég vil frábiðja mig að þeirra "kerfi" verði yfirfært á okkur hér heima !!!! Hvar er umræðan um þessi mál, er öllum sama ????????
Sigríður Gröndal (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 08:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.