12.10.2008 | 05:31
Hver ber sökina?
Þetta er næstum eins og lygasaga, þessir tímar sem við erum að lifa þessa dagana. Nú er leitað eftir sökudólgunum og menn segja "burt með Geir og burt með Davíð" og svo segja sumir að þetta sé allt Sjálfstæðisflokknum að kenna. Talað er um að nefna megi nöfn um 20 manna, sem beri ábyrgð á þeirri stöðu sem upp er komin. Ég er hræddur um að það þurfi að kafa svolítið dýpra til að finna sökudólginn.
Hugsjónakerfi að hrynja
Það er heilt hugsjónakerfi að hrynja þessa dagana. Þetta kerfi hefur stjórnað aðgerðum fjármálamanna um alllangt skeið og verður mér á að vitna aftur í Ronald Reagan, sem á að hafa sagt eitthvað á þessa leið: "The Government can not fix the problem. The Government is the problem." Þetta ásamt fleiru hefur verið grunntónninn í stefnu Republicana flokksins í Bandaríkjunum og gengur undir nafninu Reganomics. Það er fyrir löngu búið að heilaþvo mikinn hluta Bandarísku þjóðarinnar sem er búin að missa sjónar af raunverulegum verðmætum.
Því miður held ég að of mikill hluti Íslensku þjóðarinnar hafi verið heilaþveginn á sama hátt. Taumlaus frjálshyggja og einkavæðing, sem rutt hefur sér til rúms á Íslandi nú síðustu árin og ekki sýst einkavæðing bankakerfisins er stór þáttur í að gera núverandi stöðu mögulega.
Hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn?
Þótt refsa eigi þeim, sem hafa brotið lög eða misnotað opinbera stöðu sína, þá þýðir lítið að eltast við einstaka menn, ástandið myndi lítið batna við það. Það þýðir lítið að hrópa burt með Davíð, burt með Geir. Hér verður að líta á undirstöðuna, en það er hið viðskiftalega kenningakerfi, sem Sjálfstæðismenn trúa á. Því má spyrja, hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn? Munu sjálfstæðismenn viðurkenna að hugsanlegt sé, að einkavæðing bankakerfisins án eftirlits hafi gert núverandi stöðu mögulega? Eru þeir líklegir til þess að edurskoða stefnu sína og setja sér ný markmið?
Ef Sjálfstæðismenn, og þeir sem setjast í stjórn með þeim, gera ekki algjöra stefnubreytingu á stefnuskrá sinni, þá mun hið efnahagslega fyllirí, sem þjóðin datt í á undanförnum árum, halda áfram eða endurtaka sig og áhættufýklarnir munu veðsetja og ræna auðæfi landsins og þjóðarinnar.
Með virðingu og samúð með þeim sem nú þjást á Íslandi, vildi ég biðja fólk um að leita vandlega að hinum raunverulega sökudólgi þar sem græðgi og skortur á samhyggð hefur ráðið för.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.