Bankakerfið tífalt stærra . . .

Halla Gunnarsdóttir skrifar í Morgunblaðinu í dag, mánudaginn 22. September, undir fyrirsögninni “Erfitt vegna evru”

Halla vitnar í Friðrik Má Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, en hann mun flytja erindi á ráðstefnu í Þjóðmenningarhúsinu á morgun.

“Friðrik segir að þó að einstök fyrirtæki séu í mjög þröngri stöðu vegna gengisfallsins sé það ekki komið á það stig að ógna stöðugleika bankakerfisins. Kæmi til þess gætu afleiðingarnar orðið alvarlegar enda bankakerfið tífalt stærra en íslenski þjóðarbúskapurinn í heild.”

Tókuð þið eftir þessu? “. . . bankakerfið tífalt stærra en íslenski þjóðarbúskapurinn í heild” Eru bankarnir orðnir ríki í ríkinu?

Ekki hefi ég vit á stór-fjármálum en það sló mig óhugur þegar ég las þetta. Hvaða peninga eru bankarnir að spila með? Einkavæðing bankakerfisins fyrir nokkrum árum hefur líklega skapað farveg fyrir hina miklu útrásargræðgi sem þanið hefur bankakerfið í þessa stærð. Mér er spurn hvort þetta sé heilbrygð staða. Það þarf einhvern annan en stjórnmálamann til þess að útskýra þetta fyrir mér.

# # #

Upprunalega hóf ég þetta blogg til þess að tala gegn einkavæðingu á heilsugæslu á Íslandi. Þar sem ég hefi búið í Bandaríkjunum í nær þrjá áratugi tel ég mig geta frætt landa mína á Fróni um ýmis atriði sem tala gegn einkavæðingu á heilsuþjónustu, eins og hún hefur þróast hér. Ég hefi safnað að mér ýmsu efni og mun ræða um það á næstunni.

Hér kemur smá klausa úr inngangi að bók Morris Berman, útgefin árið 2007, sem hann nefnir “Dark Ages America – The Final Phase of Empire”:

“Would you believe it if I were to tell you that the U.S. infant mortality rate is among the highest for developed democracies, and that the World Health Organization rates our health care system as thirty-seventh best in the world, well behind that of Saudi Arabia (which came in as twenty-sixth)?”


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband