Færsluflokkur: Mannréttindi

Tíðni ungbarnadauða minnst á Íslandi

Það er fróðlegt að lesa þessa frétt núna þegar árás heilbrigðisráðherra á Íslenska heilbrigðiskerfið stendur sem hæst. Ég vil benda á bloggfærslu mína frá 21. október 2008, en þar stendur m.a.

"Það vill svo til að nýlega eða 18. október s.l., byrtist í ristjórnargrein í The New York Times umræða um barnadauða í Bandaríkjunum. Samkvæmt nýjustu tölum sem eru frá árinu 2006, hafa þeir hrapað niður í 29. sæti, en þeir skipuðu 12. sæti árið 1960. Ef barnadauði gefur bendingu um gæði heilsuþjónustu má draga þá ályktun, að heilsugæsla í Bandaríkjunum hafi versnað á umræddu tímabili. Á sama tíma hafa norðurlandaþjóðirnar ásamt Íslandi skipað efstu sætin á lista yfir hlutfallslegan barnadauða í iðnvæddum ríkjum heims. Efst á lista eru lönd með minnstan barnadauða. Hvað getum við sótt til Bandaríkjana í sambandi við heilsugæslu?? "

Ástæðan fyrir bloggfærslunni var að verið var að ræða um "Samstarf við Bandaríkin á sviði heilbrigðismála". Líta má á Bandaríkin sem aðalvígi einkavæðingar og stjórnlausrar frjálshyggju, stefnu, sem nú hefur orðið gjaldþrota og hefur orsakað alheims kreppu. 

Sú staðreynd að Ísland er með hvað minnstan hlutfallslegan barnadauða má túlka á þann veg, að heilsukerfið er og hefur verið í grundvallaratriðum í góðu lagi. Það er eflaust þörf á endurbótum og þróun, en aðför heilbrigðisráðherra er svívirðileg og verður að stöðva.  


mbl.is Tíðni ungbarnadauða minnst á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband