Færsluflokkur: Lífstíll
21.10.2008 | 06:42
Samstarf við Bandaríkin á sviði heilbrigðismála?
Þessi frétt í Morgunblaðinu í dag, 20. október, er algjörlega tilgangslaus, þ.e. hún svarar ekki spurningunni um aðalefni málsins sem er, hvað felst í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna á sviði heilbrigðismála? Ef Íslendingar eru að sækjast eftir samstarfi við Bandaríkin til þess að sækja sér fyrirmynda við endurbætur á ríkjandi kerfi hér á landi, þá lýsi ég algjöru frati á slíkt samstarf. Rök gegn slíku samstarfi fylgja hér á eftir.
Ef á hinn bóginn Bandaríkjamenn eru að leita eftir samstarfi við Íslendinga til þess að sækja sér fyrirmyndir vegna þarfar á endurbótum á bandaríska kerfinu, hafandi í huga að það íslenska er með því besta sem gerist, þá erum við í góðum málum og ættum að veita Bandaríkjunum allar þær upplýsingar og aðstoð sem þeir þurfa og komið gætu að gagni.
Það vill svo til að nýlega eða 18. október s.l., byrtist í ristjórnargrein í The New York Times umræða um barnadauða í Bandaríkjunum. Samkvæmt nýjustu tölum sem eru frá árinu 2006, hafa þeir hrapað niður í 29. sæti, en þeir skipuðu 12. sæti árið 1960. Ef barnadauði gefur bendingu um gæði heilsuþjónustu má draga þá ályktun, að heilsugæsla í Bandaríkjunum hafi versnað á umræddu tímabili. Á sama tíma hafa norðurlandaþjóðirnar ásamt Íslandi skipað efstu sætin á lista yfir hlutfallslegan barnadauða í iðnvæddum ríkjum heims. Efst á lista eru lönd með minnstan barnadauða. Hvað getum við sótt til Bandaríkjana í sambandi við heilsugæslu??
Þeir sem vilja kinna sér hvernig heilsugæslu í Bandaríkjunum er háttað og hvers ber að varast, skal bent á kvikmyndina Sicko, sem Michael Moore gerði og fæst á DVD diskum. Ég hefi átt viðtal við lækna sem staðfesta að kvikmyndin gefur í flestum tilfellum rétta mynd af ástandinu. Sterkari rök gegn heilsugæslu Bandaríkjanna sem fyrirmynd er ekki hægt að færa.
Nú er um að gera að fyrirbyggja að gróðafíknir víkingar einkavæðingar nái að koma hugsjónum sínum í framkvæmd hvað heilsugæslu á Íslandi varðar. Til þess eru vítin að varast þau. Íslenska kerfið er ekki fullkomið og þarfnast eflaust endurbóta. En í guðana bænum leitum ekki til Bandaríkjanna eftir úrbótum.
Samstarf við Bandaríkin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.9.2008 | 04:27
Hard Truths About the Bailout
Eftirfarandi er smábútur úr ritstjórnargrein í New York Times, 19. september, s.l.
"The regulatory failure, in turn, was grounded in the Bush administration´s magical belief that the market, with its invisible hand, works best when it is left alone to self regulate and self correct. The country is now paying the price for that delusion."
Hljómar þetta ekki eins og að kapitalisminn, eins og hann hefur verið útfærður af Bandaríkjamönnum, sé orðinn gjaldþrota? Við lifum á athyglisverðum tímum!!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)