Færsluflokkur: Dægurmál

Tíðni ungbarnadauða minnst á Íslandi

Það er fróðlegt að lesa þessa frétt núna þegar árás heilbrigðisráðherra á Íslenska heilbrigðiskerfið stendur sem hæst. Ég vil benda á bloggfærslu mína frá 21. október 2008, en þar stendur m.a.

"Það vill svo til að nýlega eða 18. október s.l., byrtist í ristjórnargrein í The New York Times umræða um barnadauða í Bandaríkjunum. Samkvæmt nýjustu tölum sem eru frá árinu 2006, hafa þeir hrapað niður í 29. sæti, en þeir skipuðu 12. sæti árið 1960. Ef barnadauði gefur bendingu um gæði heilsuþjónustu má draga þá ályktun, að heilsugæsla í Bandaríkjunum hafi versnað á umræddu tímabili. Á sama tíma hafa norðurlandaþjóðirnar ásamt Íslandi skipað efstu sætin á lista yfir hlutfallslegan barnadauða í iðnvæddum ríkjum heims. Efst á lista eru lönd með minnstan barnadauða. Hvað getum við sótt til Bandaríkjana í sambandi við heilsugæslu?? "

Ástæðan fyrir bloggfærslunni var að verið var að ræða um "Samstarf við Bandaríkin á sviði heilbrigðismála". Líta má á Bandaríkin sem aðalvígi einkavæðingar og stjórnlausrar frjálshyggju, stefnu, sem nú hefur orðið gjaldþrota og hefur orsakað alheims kreppu. 

Sú staðreynd að Ísland er með hvað minnstan hlutfallslegan barnadauða má túlka á þann veg, að heilsukerfið er og hefur verið í grundvallaratriðum í góðu lagi. Það er eflaust þörf á endurbótum og þróun, en aðför heilbrigðisráðherra er svívirðileg og verður að stöðva.  


mbl.is Tíðni ungbarnadauða minnst á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ræða Katrínar

Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með umræðum um ræðu Katrínar sem hún hélt á utifundinum á laugardaginn í síðustu viku. Það sýnist sitt hverjum að sjálfsögðu. Ég hlustaði á ræðuna og las hana einnig yfir. Ræðan var frábærlega skörulega flutt og sú orka sem þar kom fram er dæmigerð um þá ólgu sem ríkir í þjóðfélaginu í dag.

Ekki er ég sammála nemendum HR að hafa krafist að ræðan yrði tekin niður. Í fyrsta lagi kom Katrín fram sem einstaklingur en ekki fulltrúi skólans og í öðru lagi ríkir tjáningarfrelsi. Þeir hefðu getað fjallað málefnalega um inntak ræðunnar.

Í lok ræðu sinnar gefur Katrín stjórninni einnar viku frest til þess að boða til kosninga og viðurkenna afglöp sín og segir svo:

"Að öðrum kosti þá fyllum við fólkið í landinu þingið, stjórnarráðið og ráðherrabústaðina og berum þá út sem ábyrgir eru! Ég tel slíka aðgerð ekki vera brot á lögum og reglu í ljósi þeirrar aðfarar sem gerð er að réttarríkinu og lýðveldinu Íslandi um þessar mundir!"

 Ef á að skilja þetta bókstaflega, þá þýðir þetta að tilgangurinn helgi meðalið. Það sem talað er þessa dagana getur orðið afdrifaríkt þegar "Nýja Ísland" fer að rísa úr rústunum. Eins aðdáunarverð og framkoma Katrínar var og eins áríðandi og það er að slíkar raddir heyrist til að vekja þjóðina upp til dáða og nýrrar stefnu, þá leyfi ég mér að gagnrína áðurnefndan kafla úr ræðu Katrínar og beina um leið þeim tilmælum til hennar og þeirra sem koma fram og láta sljós sitt skína, að þeir gæti orða sinna og æsi ekki upp aðgerðir sem steypt gæti þessari aðdáanlegu hreyfingu í algjöra lögleysu.


A Cure for Greed

Eftirfarandi er partur úr ritstjórnargrein eftir Eduardo Porter, sem birtist í dag, 29. september, í New York Times.

"The free market, it should be obvious by now, hasn´t been up to the task either. Capitalism, in all its cleverness, decided that what you can´t beat, you should use. It worked to harness greed. To be able to discuss it in polite company, economists renamed it "maximization of utility," and built a theory of the world that everyone benefits when we seek to maximize our own individual welfare.

Greed reached its zenith in the 1980s, when the Reagan Revolution brought us supply-side economics and its bedrock belief that the path to prosperity for all required removing every obstacle to utility maximization, including most regulations and taxes. Then financial markets crashed. On the campaign trail, the Rev. Jesse Jackson lambasted america´s greedy corporations. And one survey found that 83 percent of Americans blamed "unmitigated greed" for the financial crisis. A few years later the markets were again soaring: greed was back in style."

Með hliðsjón af því, sem gerst hefur síðustu daga í fjármálaheiminum, verðum við sennilega að viðurkenna að við lærum ekkert af reynslunni. Þá erfiðleika, sem nú steðja að, mátti sjá fyrir fyrir löngu síðan, en áfram skal haldið! Við verðum að gera okkur grein fyrir eðli mannlegrar náttúru. Því skyldi ekki þurfa strangar reglur í fjármálaheiminum á sama hátt og á öðrum sviðum mannlífs eins og til dæmis umferðarlög eða löggæsla yfir leitt?


Hard Truths About the Bailout

Eftirfarandi er smábútur úr ritstjórnargrein í New York Times, 19. september, s.l.

"The regulatory failure, in turn, was grounded in the Bush administration´s magical belief that the market, with its invisible hand, works best when it is left alone to self regulate and self correct. The country is now paying the price for that delusion."

Hljómar þetta ekki eins og að kapitalisminn, eins og hann hefur verið útfærður af Bandaríkjamönnum, sé orðinn gjaldþrota? Við lifum á athyglisverðum tímum!!


Bankakerfið tífalt stærra . . .

Halla Gunnarsdóttir skrifar í Morgunblaðinu í dag, mánudaginn 22. September, undir fyrirsögninni “Erfitt vegna evru”

Halla vitnar í Friðrik Má Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, en hann mun flytja erindi á ráðstefnu í Þjóðmenningarhúsinu á morgun.

“Friðrik segir að þó að einstök fyrirtæki séu í mjög þröngri stöðu vegna gengisfallsins sé það ekki komið á það stig að ógna stöðugleika bankakerfisins. Kæmi til þess gætu afleiðingarnar orðið alvarlegar enda bankakerfið tífalt stærra en íslenski þjóðarbúskapurinn í heild.”

Tókuð þið eftir þessu? “. . . bankakerfið tífalt stærra en íslenski þjóðarbúskapurinn í heild” Eru bankarnir orðnir ríki í ríkinu?

Ekki hefi ég vit á stór-fjármálum en það sló mig óhugur þegar ég las þetta. Hvaða peninga eru bankarnir að spila með? Einkavæðing bankakerfisins fyrir nokkrum árum hefur líklega skapað farveg fyrir hina miklu útrásargræðgi sem þanið hefur bankakerfið í þessa stærð. Mér er spurn hvort þetta sé heilbrygð staða. Það þarf einhvern annan en stjórnmálamann til þess að útskýra þetta fyrir mér.

# # #

Upprunalega hóf ég þetta blogg til þess að tala gegn einkavæðingu á heilsugæslu á Íslandi. Þar sem ég hefi búið í Bandaríkjunum í nær þrjá áratugi tel ég mig geta frætt landa mína á Fróni um ýmis atriði sem tala gegn einkavæðingu á heilsuþjónustu, eins og hún hefur þróast hér. Ég hefi safnað að mér ýmsu efni og mun ræða um það á næstunni.

Hér kemur smá klausa úr inngangi að bók Morris Berman, útgefin árið 2007, sem hann nefnir “Dark Ages America – The Final Phase of Empire”:

“Would you believe it if I were to tell you that the U.S. infant mortality rate is among the highest for developed democracies, and that the World Health Organization rates our health care system as thirty-seventh best in the world, well behind that of Saudi Arabia (which came in as twenty-sixth)?”


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband