Endurhæfing Áhættufíkla

Í frétt í Morgunblaðinu 20. september var frétt frá flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar þar sem eftirfarandi var m.a. haft eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra:


„Burðarvirki hins reglulausa hnattræna fjármagnsmarkaðar var að leysast upp fyrir augliti heimsbyggðarinnar og markaðurinn gat ekki lengur staðið óstuddur. Hann „leiðrétti” sig ekki sjálfur heldur flanaði stjórnlaust að feigðarósi með vanmati áhættu og ofmati eigna.


"Við  sem byggjum þetta land þurfum að þétta raðirnar, taka höndum saman, senda áhættufíklana í meðferð og bjóða þá velkomna aftur í uppbygginguna þegar runnið hefur af þeim."

Mér fannst gaman að lesa þetta og er sammála Sólrúnu, að Íslendingar verða ". . . að þétta raðirnar, taka höndum saman, . . .", en það verður að fyrirbyggja að svoa staða komi upp aftur. Ég trúi að endurhæfing afbrotamanna geti í mörgum tilfellum virkað vel, en að senda áhættufíklana í meðferð og bjóða þá síðan velkomna aftur er byggt á misskylningi. Mannlegt eðli ser samt við sig og breytist ekki á stuttum tíma.

Þótt við séum góðir ökumenn dytti okkur aldrei í hug að leggja niður löggæslu, taka niður umferðarmerki og ljós, og láta svo umferðina sjá um sig sjálfa. Fjársýsla og viðskifti eru háð sömu lögmálum sem þýðir, að það er ávalt stór hluti manna, sem veigrar sér ekki við að nota veika púnkta í kerfinu sjálfum sér til framdrátar og auðgunar um leið og smælingjann blæðir. Almenningsheill er ekki í týsku.

Þessi jarðskjálfti, sem reið yfir fjármálakerfið er ekki búinn enn. Þetta er því miður aðeins byrjunin. Margir hafa þegar staðið upp með sárt ennið og þunnt veski eða tómt.  Það er álit margra að það sé taumlaus græðgi, sem hafi verið undirrót þessa ástands sem nú hefur skapast og hafi verið í gangi í að minnsta kosti tvo áratugi. Nú þarf að endurhæfa kerfið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband